Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotlegir í umferðinni um helgina
Þriðjudagur 22. ágúst 2017 kl. 08:25

Brotlegir í umferðinni um helgina

Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau.
Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna.
Loks voru svo sex kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024