Brotist inn í vinnuvélar við Suðurstrandarveg
Brotist var inn í vinnuvélar við Suðurstrandarveg á milli kl. 16 á föstudag og 8 á laugardagsmorgni, en verið er að vinna við lagningu vegar sem þar kemur. Farið var inn í þrjú tæki og úr einu þeirra stolið geislaspilara.
Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki og eru upplýsingar vel þegnar. Sími lögreglu er 420-2400.