Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brotist inn í verkfæragám
Þriðjudagur 11. september 2012 kl. 10:22

Brotist inn í verkfæragám

Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um að brotist hefði verið inn í verkfæragám í Svartsengi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist hafa verið klippt á tvo hengilása á öðrum af tveimur gámum sem eru á svæðinu. Ekki var ljóst hvort einhverju hafði verið stolið.

Þá var búið að eiga við hengilás á hinum gámnum, en það höfðu hinir óprúttnu ekki haft erindi sem erfiði, því þeir urðu frá að hverfa við svo búið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024