Brotist inn í tvö hús í Sandgerði
Í gærkvöldi var brotist inn í tvö hús í Sandgerði. Tilkynnt var um fyrra innbrotið rúmlega sex í gærkvöldi þar sem farið hafði verið inn í íbúðarhúsnæði við Hlíðargötu og stolið Sony Ericson myndavélasíma.
Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Uppsalaveg í Sandgerði. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið nokkrum vínflöskum. Búið var að róta í skápum og skúffum um allt hús. Ekki er vitað hver eða hverjir foru hér að verki.
Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Uppsalaveg í Sandgerði. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið nokkrum vínflöskum. Búið var að róta í skápum og skúffum um allt hús. Ekki er vitað hver eða hverjir foru hér að verki.