Brotist inn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Brotist var inn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur s.l. nótt og hafði hurð verið brotin þar upp og létu þjófarnir greipar sópa. Í byggingu þar sem aðalskrifstofur Skipasmíðastöðvarinnar eru var farið um og rótað til, tveimur tölvum var stolið og um 21.000 kr. í peningum sem og sambyggðu faxtæki og skanna.
Á smíðaverkstæði Skipasmíðastöðvarinnar var gsm síma stolið, stingsög og borvél. Á vefdagbók lögreglunnar í Keflavík kemur fram að þjófarnir hafi tekið kerru við Skipasmíðastöðina undir þýfið en kerran fannst svo í móanum norðan við Kaffitár.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar