Brotist inn í sjö bíla í Njarðvík
Tilkynnt hefur verið um innbrot í sjö bifreiðar í Njarðvík í Reykjanesbæ nú í morgun en innbrotin hafa að öllum líkindum verið framin í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrotanna sem öll voru framin í bíla í sama íbúðarhverfinu. Einkum var stolið hljómflutningstækjum og geisladiskum, að sögn Morgunblaðsins á Netinu.