Brotist inn í níu bifreiðar í Reykjanesbæ
Lögreglunni í Keflavík bárust níu tilkynningar um innbrot í bifreiðar í morgun. Þar af átta í Njarðvík og eina bifreið í Kelfavík. Ekki er vitað að svo stöddu hve miklum verðmætum var stolið en meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér var rándýrt GPRS tæki, farsími, hleðslutæki, útvarpstæki, sjónauki og fleira.Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík en að auki voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur í morgun.