Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í húsbíl ferðamanna
Ferðamenn í Keflavík.
Laugardagur 2. júní 2018 kl. 16:39

Brotist inn í húsbíl ferðamanna

Brotist var inn í húsbíl sem stóð á malarstæði við Arnarfell, nærri Krýsuvík, í vikunni. Úr honum var stolið dýrum lausamunum, en sá eða þeir sem voru þarna að verki höfðu brotið rúðu til að komast inn í bifreiðina.

Tveir erlendir ferðamenn voru með bifreiðina á leigu og tjáðu þeir lögreglunni á Suðurnesjum að þeir hefðu brugðið sér frá í göngu en þeim mætt heldur óskemmtileg sjón þegar þeir komu til baka. Meðal þess sem stolið var voru persónuskilríki, Dell fartölva, Nikon myndavél og linsur.
Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024