Brotist inn í húsbíl ferðamanna
Brotist var inn í húsbíl sem stóð á malarstæði við Arnarfell, nærri Krýsuvík, í vikunni. Úr honum var stolið dýrum lausamunum, en sá eða þeir sem voru þarna að verki höfðu brotið rúðu til að komast inn í bifreiðina.
Tveir erlendir ferðamenn voru með bifreiðina á leigu og tjáðu þeir lögreglunni á Suðurnesjum að þeir hefðu brugðið sér frá í göngu en þeim mætt heldur óskemmtileg sjón þegar þeir komu til baka. Meðal þess sem stolið var voru persónuskilríki, Dell fartölva, Nikon myndavél og linsur.
Lögregla rannsakar málið.