Brotist inn í hesthús og fax skorið af hesti
Í gær barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að farið hafi verið inn í hesthús í Reykjanesbæ og fax eins hrossins skorið af vinstra megin. Ekki er neinn grunaður um verknaðinn, en fram kemur í dagbók lögreglunnar að samskonar atvik hafi gerst í sama hesthúsi á síðasta ári.
VF-ljósmynd/JKK: Frá hesthúsabyggðinni á Mánagrund.