Brotist inn í Hannes Þ Hafstein
Botist var inn í Hannes Þ Hafstein nú um helgina en skipið er í slipp í Njarðvík vegna viðhaldsvinnu. Þjófar höfðu sett stiga upp að skipinu og brotið upp hengilás sem læsir því. Eitthverju var stolið úr Hannesi þar á meðal sjónauka og búnaði til lífsbjarga. Ef fólk hefur eitthverjar upplýsinar um innbrotið að þá að hafa samband við lögreglu.
En annars er það að frétta að skipinu og áhöfn hennar að félagar í áhöfn eru í óða önn við að skrapa botn skipsins svo hægt sé að mála hann en einnig er verið að skipta út botnlokum í slipp. En þess má geta að fimm úr áhöfn skipsins eru í Tækniskólanum um þessar mundir að ná sér í skipstjórnarréttindi á skipið.