Brotist inn í hákarlaverkun og helmingi afurða stolið
Brotist var inn í hákarlaverkun á Suðurnesjum og helmingi afurða fyrirtækisins stolið. Um er að ræða mörg hundruð kíló af tilbúnum hákarlaafurðum sem áttu að fara í dreifingu í dag, enda þorrinn að ganga í garð á næstu dögum.
Að sögn eigenda verkunarinnar er tjónið mikið og er nú biðlað til veitingamanna og annarra að hafa augun hjá sér ef nýir hákarlasölumenn mæta og bjóða hákarl fyrir komandi þorra. Magnið er það mikið að það getur aldrei orðið til einkaneyslu og því líklegt að reynt verði að koma hákarlinum í verð t.a.m. á veitingahúsum og hjá veisluþjónustum sem bjóða upp á þorramat.
Þeir sem hafa upplýsingar um þjófnaðinn eru hvattir til að tilkynna til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins.