Brotist inn í fyrirtæki á Túngötu 1
Tilkynnt var um innbrot í gær á efri hæð að Túngötu 1, Keflavík en þar eru nokkur fyrirtæki til húsa. Hafði verið spenntur upp gluggi til að komast inn.
Voru hurðir fyrirtækjanna brotnar upp og stolið þaðan tveimur tölvum og tveimur Sony stafrænum myndavélum.
Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem brotist er inn í fyrirtæki á þessum stað.
Voru hurðir fyrirtækjanna brotnar upp og stolið þaðan tveimur tölvum og tveimur Sony stafrænum myndavélum.
Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem brotist er inn í fyrirtæki á þessum stað.