Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í fjölda bíla í Reykjanesbæ í nótt
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 09:16

Brotist inn í fjölda bíla í Reykjanesbæ í nótt

Brotist var inn í fjölda bíla í vallahverfi Reykjanesbæ í nótt. Nú þegar hafa lögreglu borist um 15 tilkynningar um innbrot í bifreiðar en tilkynningarnar hafa borist frá íbúum á svæðinu frá Suðurvöllum og að Gígjuvöllum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan hvetur fólk til að kanna með bifreiðar sínar og á allt eins von á að heyra af fleiri innbrotum með morgninum.

Einungis var farið inn í ólæstar bifreiðar og úr þeim stolið skiptimynt, tveimur myndavélum og áttavita. Aðili var handtekinn á vettvangi og gistir hann fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum.

 Eigendur bifreiða á þessu svæði eru beðnir um að athuga hvort farið hafi verið inn í bifreiðar í þeirra eigu og ef svo er hafa samband við lögreglu í síma 420-1700.