Brotist inn í fjögur fyrirtæki
Brotist var inn í Gamla Félagsbíóhúsið, að Túngötu aðfaranótt föstudags þar sem fyrirtækin Aðstoð, Tölvuskólinn, DaCoda og endurskoðunarfyrirtækið KPMG eru með skrifstofur. Þjófarnir tóku fartölvu og skjávarpa ófrjálsri hendi.
Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi farið upp á skyggnið að framanverðu húsinu og spennt upp glugga. Lítið var um skemmdir nema á glugga sem þjófarnir spenntu upp og á hurðum sem þeir spörkuðu upp.
Ef einhver varð var við grunsamlegar mannaferðir við umrætt hús frá miðnætti aðfaranótt föstudags og fram eftir nóttu þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna í Keflavík.
Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi farið upp á skyggnið að framanverðu húsinu og spennt upp glugga. Lítið var um skemmdir nema á glugga sem þjófarnir spenntu upp og á hurðum sem þeir spörkuðu upp.
Ef einhver varð var við grunsamlegar mannaferðir við umrætt hús frá miðnætti aðfaranótt föstudags og fram eftir nóttu þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna í Keflavík.