Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í Festi
Mánudagur 16. ágúst 2010 kl. 16:30

Brotist inn í Festi


Brotist var inn í Festi í Grindavík í síðustu viku og þar unnin skemmdarverk. Hurðir og rúður voru brotnar ásamt því að brotist var inn í aðstöðu Kvenfélags Grindavíkur og körfuknattleiksdeildar UMFG. Tæknideild Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir vitnum og ætlar að kæra málið til lögreglu, samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu bæjarins.
Sem kunnugt er hefur staðið til að ráðast í endurbætur á þessu fornfræga félagsheimili og voru flestir eða allir flokkarnir sem buðu fram fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar með það á stefnuskrá sinni.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Festi verður skotspónn skemmdarvarga. Á þessari mynd má sjá aðkomuna úr nnbroti fyrir nokkrum misserum.