Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í félagsmiðstöð aldraðra
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 09:25

Brotist inn í félagsmiðstöð aldraðra

Á aðfararnótt þriðjudags var brotist inn í Selið við Vallarbraut 4 í Njarðvík, Selið er félagsmiðstöð aldraðra og þar var á brott numin tölva, stafræn myndavél og hleðslutæki fyrir myndavélina.

Innbrotið mun hafa átt sér stað á tímabilinu 23:00 á mánudagskvöld til 09:00 á þriðjudagsmorgun. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að þarna að verki. Ef einhverjir hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við staðinn á þessum tíma eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024