Brotist inn í dýrustu byggingu landsins
Brotist var inn í eina dýrustu byggingu landsins, miðað við fermetrafjölda, og þar tæmt úr tveimur slökkvitækjum í gærkvöldi. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór á vettvang, þar sem tilkynnt var um reyk frá byggingunni, sem reyndist vera duftið úr slökkvitækjunum.
Umrædd bygging, sem telst til þeirra dýrustu á Íslandi, er staðsett við gamla aðalhliðið inn á Keflavíkurflugvöll. Byggingakostnaður var vel á annað hundrað milljónir en húsakosturinn hafði vart verið tekinn í notkun þegar tilkynnt var um brottför Varnarliðsins. Í húsinu voru afgreidd aðgangsskírteini að herstöðinni um nokkurra vikna skeið.
Uppfært!
Misskilnings gætti við skrif fréttarinnar í morgun, þegar sagt var að slökkviliðsmenn hafi tæmt úr tveimur slökkvitækjum á eldinn. Enginn var eldurinn, heldur tilkynnt um reyk, sem var duft úr tveimur slökkvitækjum. Fréttin hefur verið leiðrétt