Brotist inn í bílasprautun
Í hádeginu í gær var tilkynnt um innbrot í Bílasprautun Magga Jóns við Iðavelli. Þar hafði verið brotin rúða í hurð og hurðin síðan opnuð. Stolið var úr skrifstofu og afgreiðslu stafrænni myndavél af gerðinni HP, Nokia farsíma og kr. 30.000.- í peningum. Úr vinnusal var stolið Dell Dimension tölvu og skemmdir unnar á einum bíl sem þar var inni er reynt var að taka úr honum geislaspilara.
Eru þeir sem geta gefið upplýsingar um málið beðnir um að snúa sér til lögreglu.