Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 11. október 2000 kl. 11:12

Brotist inn í bíla

Skemmdarvargar brutust inn í nokkra bíla um helgina og stálu ýmsu lauslegu úr þeim. Svo virðist sem bílarnir hafi flestir verið ólæstir. Tilkynning barst til lögreglunnar á laugardagsmorgun vegna innbrota í bíla við Bílasölu Reykjaness, við Nónvörðu og Heiðargarð. Nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á bílunum. Geislaspilarar og bílskúrsfjarstýringar var meðal þess sem stolið var. Lögreglumenn leituðu að þýfinu í nágrenninu, þar sem bílarnir höfðu staðið og fundu allt sem saknað var. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að læsa bílum sínum því tíðni innbrota eykst jafnan þegar dimma tekur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024