Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í bíl í Grindavík
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 09:46

Brotist inn í bíl í Grindavík

Brotist var inn í bifreið sem stóð við Olís að Hafnargötu í Grindavík þannig að töluverðar skemmdir urðu. Lögregla fékk tilkynningu um verknaðinn í gær en sökudólgarnir hafa verið á ferðinni eftir 4. janúar sl. Búið var að brjóta afturrúðu vinstra megin, stela geislaspilara og starttæki, tæma bensíntankinn og skemma læsingu. Bifreiðin er af gerðinni Mitsubishi Pajero.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024