Brotist inn í bifreiðaverkstæði
Síðastliðinn föstudag barst lögreglu tilkynning um innbrot í bifreiðaverkstæði í Grindavík. Í kjölfar rannsóknar málsins voru fjórir menn handteknir og gerð húsleit á heimilum þeirra.
Að sögn Rúnars Árnasonar, rannsóknarlögreglumanns í Keflavík fundust 10 bílahljómflutningstæki við húsleitina. Tækin eru talin tengjast innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu á síðustu vikum. Fjórmenningarnir hafa játað að hafa keypt þýfi af aðilum í Reykjavík.
Að sögn Rúnars Árnasonar, rannsóknarlögreglumanns í Keflavík fundust 10 bílahljómflutningstæki við húsleitina. Tækin eru talin tengjast innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu á síðustu vikum. Fjórmenningarnir hafa játað að hafa keypt þýfi af aðilum í Reykjavík.