Brotist inn í bát í Vogum
Brotist var inn í bát sem stóð á bátakerru á þurru landi í Vogum fyrir skemmstu. Lögreglu var tilkynnt um verknaðinn um hádegi í gær. Lögregla fór á staðinn og hitti þar eiganda bátsins.
Búið var að stela Johnson lensidælu, fjórum rafgeymum, nokkrum olíusíum og einu björgunarvesti. Þjófurinn hefur komist inn í bátinn með því að losa lúgu að lúkar.
Búið var að stela Johnson lensidælu, fjórum rafgeymum, nokkrum olíusíum og einu björgunarvesti. Þjófurinn hefur komist inn í bátinn með því að losa lúgu að lúkar.