Brotist inn í AA-húsið
Brotist var inn í húsakynni AA-samtakanna við Klapparstíg í Reykjanesbæ, líklega aðfaranótt 11. maí. Þjófurinn komst inn í húsið með því að spenna upp glugga á neðri hæð þess. Hann hafði á brott með sér 20 þúsund krónur úr rekstrar- og kaffisjóði samtakanna, sem eru rekin með frjálsum framlögum félaga.
Ef einhver kynni að hafa orðið var við grunsamlegar mannaferðir eða hafa vísbendingar sem varpað gætu ljósi á málið eru þeir beðnir að láta lögreglu vita.