Miðvikudagur 28. mars 2012 kl. 09:55
Brotist inn hjá Nesdekk
Brotist var inn í Nesdekk við Njarðarbraut í Reykjanesbæ í nótt. Brotin var rúða í hurð til að komast inn og höfðu þjófar á brott með sér skiptimynt. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.