Brotist inn á tannlæknastofu
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í húsnæði á Hafnargötu í Keflavík í gær. Farið var inn með því að spenna upp glugga og eitthvað af peningum og staðdeyfilyfjum tekið af tannlæknastofu sem þar er til húsa.
Auk þess var gerð tilraun til að komast inn í annað húsnæði við Hafnargötu og voru þar unnar skemmdir á útihurð og glugga.
Mynd úr safni