Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi
Föstudagur 27. maí 2005 kl. 18:34

Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi

Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás sem mannsbandi hlaust af, játaði sök í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Scott Ramsey, sem er með skoskt ríkisfang en er búsettur hér á landi, neitaði ekki bótakröfu en fól verjanda sínum að fjalla um hana við meðferð málsins. Bótakröfurnar á hendur honum nema um 2,8 milljónum íslenskra króna.

Atburðurinn sem leiddi til dauða Flemming Tholstrup, 33 ára danskur hermaður, átti sér stað á skemmtistað í Keflavík. Scott Ramsey var ákærður fyrir að hafa fyrirvaralaust slegið Flemming hnefahögg í háls hægra megin með þeim afleiðingum að hann hlaut heilablæðingu sem leiddi til dauða.

Ríkissaksóknari telur brotið varða við 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga, þar sem segir að ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hljótist af árás eða brot sé sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, sem notuð sé, svo og þegar sá, er sæti líkamsárás, hljóti bana af atlögu, þá varði brotið fangelsi allt að 16 árum.

Aðalmeðferð málsins hefst 22. september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024