Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotið niður og byggt á ný
Þriðjudagur 21. mars 2006 kl. 11:14

Brotið niður og byggt á ný

Starfsmenn Ístaks eru komnir vel á veg með að rífa landganginn næst flugstöðinni á um 40 metra kafla. Jafnframt því er unnið að því þar til hliðar að þekja þann hluta viðbyggingar flugstöðvarinnar sem risinn er af grunni. Þarna er því verið að rífa og byggja samtímis!

Þegar landgangurinn hverfur fyrir fullt og allt skapast rými fyrir næsta verkáfanga viðbyggingarinnar. Þannig verður að standa að málum við framkvæmdirnar úti og inni í flugstöðinni. Sjálf flugvallarstarfsemin hefur sinn gang og verktakinn reynir að haga verkum sínum þannig að sem minnst áhrif hafi.

Myndin: Gamli landgangurinn er orðinn hrörlegur og á næstu sólarhringum hverfur hann alveg. Myndin hér fyrir neðan er tekin á 2. hæð nýrrar viðbyggingar.

Af vef flugstöðvarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024