Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brosandi með Mei mí beibísitt?
Á meðfylgjandi mynd eru Páll Ketilsson útgefandi með rithöfundinum Mörtu Eiríksdóttur með fyrsta eintakið af nýju bókinni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 16. nóvember 2012 kl. 16:50

Brosandi með Mei mí beibísitt?

Rithöfundurinn Marta Eiríksdóttir hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa í dag þegar hún tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók sem hún gefur út í samvinnu við Víkurfréttir. Bókin heitir því skemmtilega nafni Mei mí beibísitt? og er söguleg skáldsaga og æskuminningar úr bítlabænum Keflavík.

Útgáfuteiti verður haldið á morgun í göngugötunni Kjarna við Bókasafn Reykjanesbæjar. Þar mun Marta lesa í fyrsta sinn opinberlega úr bókinni. Þá mun hún árita bókina fyrir þá sem vilja tryggja sér fyrstu eintökin af bókinni. Strax eftir helgi verður bókin svo komin í bókabúðir og verður einnig til sölu á skrifstofu Víkurfrétta. Hér er tvímælalaust á ferðinni skemmtileg saga úr Keflavík á árunum 1960 og eitthvað til 70 og eitthvað.

Boðið verður upp á tónlistaratriði og fleira skemmtilegt verður á dagskrá í útgáfuteitinu á morgun. Þá verður boðið upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir í útgáfuteitið sem hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024