Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. desember 2002 kl. 09:34

Bróðurþel Lalla og Birgis

Út er kominn geisladiskur sem ber nafnið “Bróðurþel Lalla og Birgis" en það er Konráð K. Björgólfsson sem gefur hann út. Diskurinn eða hljóðbókin inniheldur 5 sögur, en að sögn Konráðs eru sögurnar tilkomnar vegna þess að hann og sonur hans ákváðu að flétta saman
sögur af æsku þeirra beggja. “Ég tók mig til og rifjaði upp gamla tíma og inn í þær sögur fléttaði sonur minn nútímanum. Sögurnar eru því blanda af nýjum og gömlum sögum og útkoman er ansi skemmtileg," sagði Konráð í samtali við Víkurfréttir. Konráð hefur gefið leikskólum og Fjölbrautaskóla Suðurnesja eintök af hljóðbókinni, en hún er til sölu í verslunum og kostar 1.078 krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024