Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyttur útvistartími barna og unglinga
Fimmtudagur 10. september 2009 kl. 16:08

Breyttur útvistartími barna og unglinga


Útivistartími barna og unglinga tók  breytingum um mánaðamótin en frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00.  Þrettán til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00.  Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.??Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum.  Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024