Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 7. nóvember 2001 kl. 09:55

Breyttur Geirfugl í siglingu

Þorbjörn-Fiskanes hefur látið breyta Geirfugli GK sem hét áður Háberg GK úr nótaskipi í línuskip. Breytingarnar kostuðu um 90 milljónir í allt en Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi sá um verkið. Geirfugl er fjórða línuskip Þorbjarnar-Fiskaness og er nú 366 brúttulestir að stærð. Að sögn Sæmundar Halldórssonar skipstjóra reyndist skipið vel á siglingunni frá Akranesi. „Við erum að klára að gera okkur klára og förum af stað í næstu viku. Ferðin frá Akranesi sagði nú ekki mikið en mér líst vel á breytingarnar, þær hafa tekist mjög vel“, segir Sæmundur en líklega fer skipið í eins dags reynslutúr í þessari viku og ef allt reynist vel tekur við venjulegur túr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024