Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytt fyrirkomulag á sölu matarkorta
Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 10:53

Breytt fyrirkomulag á sölu matarkorta

Rekstur mötuneyta grunnskóla Reykjanesbæjar er nú í höndum Matarlyst-Atlanta og verður því mataráskrift og matarkort seld í mötuneytum skólanna og hjá Matarlyst-Atlanta að Iðavöllum 1.

Sala hefst mánudaginn 22. ágúst þegar grunnskólar eru settir og verður hægt að kaupa áskrift fyrir ákveðinn dagafjölda í viku eða vikuna alla.

Máltíð í áskrift kostar 185 kr. en 235 kr. sé keypt kort. Fólki er bent á að sparnaður við áskrift samsvarar rúmlega 40 máltíðum á ári ef borðað er alla daga vikunnar.

Þeir sem eiga inneign á matarkortum í skólunum geta fengið þau afhent í viðkomandi skóla og fengið þau endurgreidd hjá gjaldkera að Tjarnargötu 12.

Starfsfólk skóla mun áfram sjá um, ásamt starfsmanni verktaka, að útdeila mat og sjá um að allt fari vel fram meðan á máltíðum stendur og allt fyrirkomulag máltíða verður með líku sniði og verið hefur. Helstu breytingar sem foreldrar verða varið við snúa að sölu máltíða en nú verður ekki lengur þörf á að fara niður á bæjarskrifstofur til þess að kaupa matarkort. Sala máltíða verður alfarið í höndum verktaka. 

Það er von bæjaryfirvalda og skólastjórnenda að vel takist til með breytt fyrirkomulag og að foreldrar og nemendur verði sem minnst varir við breytinguna. Sjálfsagt eiga eftir að koma upp atriði sem þarf að bæta og fólk hvatt til að koma með ábendingar í gegnum foreldraráð skólanna.

Greint er frá þessu á vefsíðu Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024