Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytt fyrirkomulag á fæðingadeild HSS í sumar
Miðvikudagur 16. maí 2007 kl. 15:15

Breytt fyrirkomulag á fæðingadeild HSS í sumar

Fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður opin í sumar en þó með breyttu sniði, sökum sumarleyfa lækna á deildinni.


Ljósmæður verða ávallt á vakt, en á tímabilinu 7. júlí til 7. ágúst verður frumbyrjum, þ.e. þeim konum sem eru að eignast sitt fyrsta barn beint á fæðingadeild Landspítala. Þeim er engu að síður velkomið að hafa samband við deildina til að láta meta hvort fæðing sé byrjuð og einnig að liggja sængurleguna á deildinni eftir að barnið er komið í heiminn.


Þjónusta við fjölbyrjur verður hins vegar óskert, þ.e. þær geta fætt í heimabyggð kjósi þær að gera svo.


Starfsfólk fæðingardeildar vonar að þetta fyrirkomulag leggist vel í konur og fjölskyldur þeirra miðað við aðstæður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024