Breytingar í Latabæ
Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi, sem verið hefur aðstoðarmaður Magnúsar Scheving í Latabæ hefur tekið við nýju starfi og sér nú um innri og ytri samskipti og þekkingarstjórnun Latabæjar. Auk þess hefur Kjartan Már tekið við starfi svæðisstjóra Latabæjar í Þýskalandi, með aðsetur á Íslandi.
Annar Suðurnesjamaður, María Rut Reynisdóttir, hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Magnúsar af Kjartani Má.
Það má því segja að Suðurnesjamenn eigi sína fulltrúa í þessu skemmtilega verkefni.
Annar Suðurnesjamaður, María Rut Reynisdóttir, hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Magnúsar af Kjartani Má.
Það má því segja að Suðurnesjamenn eigi sína fulltrúa í þessu skemmtilega verkefni.