Dubliner
Dubliner

Fréttir

Breytingar í bæjarstjórnum
Föstudagur 26. september 2025 kl. 06:05

Breytingar í bæjarstjórnum

Samþykktar hafa verið breytingar á skipan embætta í bæjarstjórn og bæjarráði Reykjanesbæjar í kjölfar þess að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri snéri til starfa 1. september að loknu veikindaleyfi.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, sem gegnt hefur starfi starfandi bæjarstjóra, tekur við embætti formanns bæjarráðs. Guðný Birna Guðmundsdóttir verður varaformaður bæjarráðs.

Guðný Birna tekur jafnframt við embætti forseta bæjarstjórnar. Bjarni Páll Tryggvason verður 1. varaforseti og Guðbergur Reynisson 2. varaforseti.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Elín hættir í Suðurnesjabæ

Þá voru nýlega breytingar í Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar. Elín Frímannsdóttur hefur fengið lausn frá skyldum sínum sem kjörinn bæjarfulltrúi.

Lausnarbeiðni Elínar var samþykkt samhljóða og þakkaði bæjarstjórn henni fyrir samstarfið og hennar framlag í þágu Suðurnesjabæjar á undanförnum árum.

Í hennar stað tekur sæti í bæjarstjórn Önundur Björnsson, sem mun hefja störf við næstu fundi sveitarstjórnar.

Dubliner
Dubliner