Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar ekki áætlaðar á fjölda hermanna hjá Varnarliðinu
Fimmtudagur 6. nóvember 2003 kl. 15:36

Breytingar ekki áætlaðar á fjölda hermanna hjá Varnarliðinu

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem fram fór sl. þriðjudag minntist Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi á sögusagnir þess efnis að fjölskyldur hermanna á Keflavíkurflugvelli væru að flytjast brott frá Íslandi í stórum stíl. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri hæft í sögusögnum um að óvenjulega margir varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra væru á förum. Friðþór sagði að nákvæmar tölur væru þó ekki fáanlegar með litlum fyrirvara og sagði hann að þær gætu verið mismunandi milli mánaða. Friðþór sagði að liðsmenn varnarliðsins væru 1.850 um þessar mundir og að ekki séu áætlar breytingar þar á. Vísaði Friðþór að öðru leyti á fréttatilkynningu frá Varnarliðinu sem barst fjölmiðlum í gær.

VF-ljósmynd/JKK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024