Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Breytingar á umferðarhraða í Reykjanesbæ
Mánudagur 2. febrúar 2009 kl. 09:16

Breytingar á umferðarhraða í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur í samvinnu við Lögregluna á Suðurnesjum kortlagt götur bæjarins með tilliti til umferðarhraða og slysatíðni.

Þetta er gert með tilliti til framtíðarsýnar Reykjanesbæjar um slysalausa sýn en þar er gert ráð fyrir að hámarkshraði á íbúðagötum verði 30 km og 50 km á stofnæðum og tengibrautum, með einhverjum undantekningum, segir á vefsíðu bæjarfélagsins.

Búið er að kortleggja nýjustu hverfin í Reykjanesbæ þ.e. Tjarnahverfi og Dalshverfi 1 og 2. Eldri hverfi höfðu ekki auglýstan hámarkshraða og gildir því þar 50 km hámarkshraði.

Farið var yfir slysahættur á gatnamótum, skólahverfi merkt upp og reynt að draga úr hraða þar sem aðstæður leyfðu.
Í framhaldi verður unnið að því að lækka umferðarhraða í Reykjanesbæ og bæta þannig umferðaröryggi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024