Breytingar á umferð í Keflavík
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur lagt til breytingar á umferð í Reykjanesbæ og voru þær samþykktar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýverið. Einstefna verður á Garðavegi til norðus, frá Tjarnargötu að Aðalgötu, einnig að 30 km hámarkshraði verður á Garðavegi milli Tjarnargötu og Aðalgötu.Breytingarnar hafa þegar tekið gildi.