Breytingar á Strætó
Breytingar verða á Strætó í Reykjanesbæ nú um áramótin en þær miðast við að aðlaga ferðir betur að notkun strætisvagnanna. Komið hefur í ljós við talningu að aukning er á farþegum um miðjan dag. Hins vegar hefur mjög lítil notkun verið í ferðum á kvöldin og um helgar og verða breytingar gerðar í samræmi við það.
„Lögð er áhersla á að bætt sé við vagna á annatímum, þegar á þarf að halda, en að vagnarnir séu ekki í umferð á götum bæjarins, með tilheyrandi kostnaði, þegar nánast enginn nýtir þá,“ segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Helstu breytingar eru þær að síðasta ferð á Leið 1 verður kl. 20:00 í stað 22:00 virka daga. Á Leið 2 verður sú breyting að síðasta ferð verður kl. 20:30 í stað 22:30 virka daga. Ferð í Hafnir kl. 19:00 fellur út og um helgar verður eingöngu ekið á laugardögum.
Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar hér