Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á starfsemi á HSS í sumar
Föstudagur 18. júní 2010 kl. 14:48

Breytingar á starfsemi á HSS í sumar


Ýmsar breytingar verðar gerðar á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja yfir sumartímann. Má þar nefna að hjúkrunar- endurhæfingadeild heimahjúkrunar, A-deild, verður lokuð frá 4. júní til 30. ágúst. Dregið verður út starfsemi hand-og lyflækningadeildar, D-deildar, þannig að frá 5. júlí til 16. ágúst verða 12 rúm í notkun í stað 21 rúms.

Breyttar áherslur verða á fæðingardeild vegna lokunar á skurðstofu.  Allar konur í eðlilegri meðgöngu geta fætt á fæðingadeild HSS, að því er fram kemur í tilkynningu.  Konur sem eru í áhættumeðgöngu og þurfa að fara í gangsetningu þurfa að leita á aðra fæðingastaði. Fæðingadeildin verður lokuð vegna sumarleyfa frá föstudeginum 25. júní kl. 16 til mánudagsins 26. júlí kl. 8.  Að öðru leyti verður þjónustan með sama móti og hún hefur verið undanfarin ár. 

Vegna sumarfría falla niður heimavitjanir í júlí í ungbarnaverndinni.  Foreldrum er bent á að koma með börnin á heilsugæslustöðina. Þroskaskoðanir 2 ½  og 4 ára barna verða ekki gerðar frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.  Að öðru leyti verður þjónustan óbreytt.
 
Óbreytt þjónusta verður í mæðravernd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024