Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á rekstri vinnuskólans
Miðvikudagur 23. mars 2005 kl. 15:49

Breytingar á rekstri vinnuskólans

Menningar,-íþrótta og tómstundaráð og bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa samþykkt breytingar á rekstri Vinnuskólans sumarið 2005.

Helstu breytingar eru þær að fræðsluþáttur Vinnuskólans verður aukinn til muna og vinnuvikum nemenda verður fækkað.

Nemendur í 10. bekk fá sumar vinnu í fjórar vikur í staðinn fyrir sex áður. Einni af þessum fjórum vikum verður varið í fræðslu og starfskynningu þar sem  m.a. verður farið í eftirtalda þætti: Mannleg samskipti, sjálfsstyrking, agi, einelti, framsögn og framkoma, forvarnarfræðsla, fjármál einstaklinga, umhverfismál og starfskynning innan stofnunar eða fyrirtækis.

Nemendur í 9. bekk fá vinnu í þrjár vikur í staðinn fyrir sex áður og nemendur í 8. bekk fá vinnu í  tvær vikur í staðinn fyrir  fjórar áður.

Vinnuskólinn verður settur föstudaginn 10. júní og vinna hefst mánudaginn 13. júní. Umsóknareyðublöð verða send í grunnskólana í byrjun maí og munu þau jafnframt liggja frammi á skrifstofu skólans að Hafnargötu 57.

Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar

VF-Mynd, úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024