Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar
Mánudagur 11. janúar 2010 kl. 11:04

Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar


Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar og tóku breytingarnar gildi frá og með 1. janúar síðastliðnum. Breytingarnar snúa að nokkrum þáttum s.s. sjálfstætt starfandi einstaklingum, námsmönnum, tilfallandi vinnu og fl. Sjálfstætt starfandi einstaklingar eiga nú rétt á atvinnuleysisbótum meðfram rekstri í allt að þrjá mánuði. Þeir sem eru skráðir á atvinnuleysisskrá geta ekki stundað nám án þess að hafa gert námssamnings við Vinnumálastofnun.
Alls eru 1729 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum um þessar mundir, 989 karlar og 740 konur.

Samkvæmt nýju lögunum eiga jálfstætt starfandi einstaklingar nú rétt á atvinnuleysisbótum meðfram rekstri í allt að þrjá mánuði. Eftir þann tíma eru þeir afskráðir af atvinnuleysisskrá en geta þó lokað rekstri sínum og haldið áfram á atvinnuleysisskrá. Er þá nauðsynlegt að skila inn VSK-númerinu og loka launagreiðendaskrá

Þeir sem eru skráðir á atvinnuleysisskrá geta ekki stundað nám án þess að hafa gert námssamning við Vinnumálastofnun. Ekki er heimilt að vera í dagsskóla á framhaldsskólastigi meðfram atvinnuleysisbótum. Þeir sem hyggjast stunda nám verða að  hafa samband við ráðgjafa Vinnumálastofnunar og leggja fram umsókn um námssamning, segir meðal annars í nýju lögunum. Þar er einnig fjallað sérstaklega um atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli, heimildir Vinnumálastofnunar til að halda eftir greiðslu vakni grunur um misnotkun og fleira

Lögin til hlýtar er hægt að kynna  sér hér:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024