Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á hámarkshraða á Hafnargötu
Þriðjudagur 27. apríl 2010 kl. 11:36

Breytingar á hámarkshraða á Hafnargötu


Leyfilegur hámarkshraði á Hafnargötu frá Skólavegi að Aðalgötu verður framvegis 30 km, samkvæmt samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Á öðrum köflum verður 50 km hámarkshraði leyfður.

Nefndin fjallaði á síðasta fundi sínum einnig um umferðarhraða á Tjarnarbraut og Dalsbraut en við Tjarnarbraut er grunnskóli og leikskóli. Því kom til álita að lækka leyfilegan hámarkshraða úr 50 km í 30.  Þar sem um lífæð í hverfinu er að ræða telur ráðið eðlilegt að 50 km hámarkshraði verði leyfður utan skólatíma.

Ráðið sér ekki ástæðu til að viðhafa 30 km hraða í Brekadal á Ásbrú en óskar eftir því að þar verði leyfður 50 km hámarkshraði þegar kemur að endurskoðun deiliskipulags. Þær götur á Ásbrú sem eru með hámarkshraða 35 km verði 30 km hraða í samræmi við aðrar götur í Reykjanesbæ, en stofnæðar á Ásbrú fari úr 35 km hraða í 50 km leyfilegan hámarkshraða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024