Breytingar á afslætti fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega
Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjanesbæ hefur verið endurreiknaður eftir að álagning opinberra gjalda hefur verið birt. Fasteignaskattur tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjanesbæ hefur um margra ára skeið verið tekjutengdur og afsláttur veittur einstaklingum og hjónum. Tekjuviðmiðið, sem er hið sama 2018 og 2017, er þannig:
Þegar fasteignaskattur var lagður á í byrjun þessa árs 2018 var miðað við uppgefnar tekjur 2016 skv. skattaskýrslu og álagningu 2017. Afsláttur, sem veittur var af fasteignaskatti 2017 hélst því óbreyttur í upphafi árs 2018 en nú þegar tekjur 2017 og álagning opinberra gjalda hefur verið birt hefur afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verið endurreiknaður.
Endureikningurinn verður birtur og frá og með mánudeginum 25. júní á www.island.is en breytingarseðlar verða ekki sendir út, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.