Breyting á fyririkomulagi ferðastyrkja til umræðu á bæjarráðsfundi
Kjartan Már Kjartansson lagði fram tillögu á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var fimmtudaginn 1. ágúst þess efnis að Reykjanesbær breytti fyrirkomulagi ferðastyrkja til nemenda sem stunda viðurkennt nám á framhalds- og háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Var máli þessu vísað til skóla- og fræðsluráðs.
Kjartan lagði það til að í stað þess að niðurgreiða fargjöld með SBK eingöngu fái nemendur ferðastyrk, sem nemur upphæðinni sem annars færi til niðurgreiðslunnar, fyrir eina önn í senn. Breytingin taki gildi þ. 1. sept. 2002.
Í greinargerði sinni sagði Kjartan að núverandi fyrirkomulag ætti rætur sínar að rekja til þess tíma er SBK var í eigu Keflavíkurbæjar og kostnaður sveitarfélagsins vegna styrkjanna því óbeinn þar sem nemendur gátu nýtt sæti sem annars voru tóm án þess að til beinna aukaútgjalda kæmi. Eftir að SBK varð að sjálfstæðu hlutafélagi kaupir Reykjanesbær þessi sæti með beinum hætti Benti Kjartan á að margir nemendur sem sæki nám til höfuðborgarsvæðisins daglega noti aðrar leiðir til að komast en fái ekki ferðastyrk og hlyti það að teljast óeðlilegt þar sem allir nemendur ættu að eiga rétt á slíkum styrk hvort sem þeir fari með SBK eða noti aðrar leiðir. Hlyti því að teljast eðlilegast að nemendur fái styrkinn og ráði sjálfir hvernir þeir noti hann, þ.e.a.s. borgi fyrir rútu eða í bensín á einkabílum
Kjartan lagði það til að í stað þess að niðurgreiða fargjöld með SBK eingöngu fái nemendur ferðastyrk, sem nemur upphæðinni sem annars færi til niðurgreiðslunnar, fyrir eina önn í senn. Breytingin taki gildi þ. 1. sept. 2002.
Í greinargerði sinni sagði Kjartan að núverandi fyrirkomulag ætti rætur sínar að rekja til þess tíma er SBK var í eigu Keflavíkurbæjar og kostnaður sveitarfélagsins vegna styrkjanna því óbeinn þar sem nemendur gátu nýtt sæti sem annars voru tóm án þess að til beinna aukaútgjalda kæmi. Eftir að SBK varð að sjálfstæðu hlutafélagi kaupir Reykjanesbær þessi sæti með beinum hætti Benti Kjartan á að margir nemendur sem sæki nám til höfuðborgarsvæðisins daglega noti aðrar leiðir til að komast en fái ekki ferðastyrk og hlyti það að teljast óeðlilegt þar sem allir nemendur ættu að eiga rétt á slíkum styrk hvort sem þeir fari með SBK eða noti aðrar leiðir. Hlyti því að teljast eðlilegast að nemendur fái styrkinn og ráði sjálfir hvernir þeir noti hann, þ.e.a.s. borgi fyrir rútu eða í bensín á einkabílum