Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. febrúar 2000 kl. 10:43

Breyta svínabúinu í hænsnabú

„Hundur, köttur, hreindýr, svín og endur fyrir löngu, hófu saman búskap hér og sjá... “ Lag þetta kyrjuðu ekki minni menn en Stuðmenn fyrir nokkrum áratugum síðan. Núverandi eigendur svínabúsins í Sandgerði eru augljóslega jafn hrifnir af þessu dýrategundum og Stuðmenn, og hafa því farið fram á að breyta svínabúinu í hænsnabú. Bæjarráð Sandgerðisbæjar tók vel í erindið en til að breytingin fáist samþykkt verður Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og heilbrigðisfulltrúar að kanna leyfi, lög og reglur um málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024