Breyta nafni og skora á stjórnvöld
Á 61. aðalfundi Verkstjóra- og stjórnendafélags Suðurnesja, sem haldinn var þann 6. mars 2018, var samþykkt að breyta nafni félagsins í Stjórnendafélag Suðurnesja. Var það gert í samræmi við breytingu á nafni heildarsamtaka stjórnendafélaga úr Verkstjórasambandi Íslands í Samband stjórnendafélaga.
Áskorun til stjórnvalda
Aðalfundurinn samþykkti jafnframt að skora á stjórnvöld að auka nú þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, svo mögulegt sé að halda úti þjónustu til samræmis við stærð svæðisins, þar sem búa um 7,5 prósent þjóðarinnar, auk þeirra 9 milljón farþega sem fara munu um Keflavíkurflugvöll á árinu.