Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brestir í meirihlutasamstarfinu í Grindavík?
Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 14:33

Brestir í meirihlutasamstarfinu í Grindavík?

Brestir virðast í meirihlutasamstarfinu í Grindavík eftir aukafund í bæjarstjórn Grindavíkur. Meirihlutann í Grindavík skipa þrír bæjarfulltrúar frá Framsóknarflokki og einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins virðist hafa einangrast eftir afgreiðslu bæjarstjórnar í gærkvöldi. Hann var einn á móti sölunni á félagsheimilinu Festi en salan var samþykkt með sex atkvæðum B-, G- og S-lista.


Í bókun Guðmundar L. Pálssonar, bæjarfulltrúa D-listans segir: „Það er slæmt til þess að vita að bæjarfulltrúar S-lista og B- lista hafa ekki vilja til þess að láta fara fram íbúakosningu um jafn umdeilt málefni og framtíð Festi. Bæjarfulltrúar G- listans koma sér síðan hjá því að taka afstöðu til þess. Þess í stað vilja bæjarfulltrúar S-,G- og B-lista selja Festi til einkaaðila á 15 milljónir. Einungis tveir aðilar fengu tækifæri á að bjóða í Festi án þess að hafa samkomusal í húsinu Með þessari gjörð er verið að gefa Festi,“ segir Guðmundur í bókun sinni.


Í Grindavík eru skiptar skoðanir um hvað þetta þýði í raun fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarf í Grindavík. Þar sprungu meirihlutar reglulega á síðasta kjörtímabili. Ekki náðist í Guðmund L. Pálsson við vinnslu þessarar fréttar til að fá hans sýn á áframhaldandi meirihlutasamstarf eftir aukafundinn í bæjarstjórninni í gær.