Brennuvargur gengur ennþá laus í Reykjanesbæ
Ekkert lát er á íkveikjum í óskráðum bifreiðum í Reykjanesbæ en í nótt kl. 00:30 barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í gamalli númarslausri bifreið sem stóð við bifreiðaverkstæði við Hrannargötu í Reykjanesbæ.
Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn á skammri stundu. Þeir sem geta gefið lögreglu upplýsingar um þann eða þá sem að þessum íkveikjum standa eru vinsamlega beðnir um að snúa sér til Lögreglunnar á Suðurnesjum.
.