Brennuvargar fundnir
Staðfest hefur verið að um íkveikju var að ræða í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut í Keflavík á þriðjudag. Lögreglan í Keflavík hefur jafnframt upplýst málið en þrír níu ára gamlir piltar hafa játað verknaðinn.Skemmdir í íþróttavallarhúsinu eru mestar af völdum reyks en brunaskemmdir eru óverulegar að sögn Jóhannesar Jenssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík.